Danska landsliðið fordæmir aðstæður í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 09:01 Kasper Schmeichel og Simon Kjær hafa verið í aðahlutverki með danska landsliðinu undanfarin ár. Lars Ronbog/Getty Images Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM. Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira