Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 09:21 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. september. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann er ákærður fyrir að hafa meðal annars staðið að innflutningi tæpra 660 gramma af kókaíni, fyrir vörslu fíkniefna og peningaþvætti. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 22. apríl 2020 staðið að innflutningi á samtals 658,36 grömmum af kókaíni, með 84 prósent meðalstyrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar og hafði falið efnin innvortis. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, á Keflavíkurflugvelli þann sama dag, 0,89 grömm af maríhúana sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða. Maðurinn er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér til tekna með sölu og dreifingu ávana- og fíkniefna eða með öðrum ólöglegum leiðum. Hann hafi með því aflað sér allt að rúmum 12,3 milljónum króna, sem hann notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á erlendum gjaldeyri. Fjárhæðin skiptist í 4.963.974 krónur, vegna óútskýrðra tekna á bankareikningi og 7.335.796 krónur vegna kaupa á gjaldeyri með reiðufé. Þá hafi maðurinn einnig haft í vörslum sínum 75,82 grömm af kannabislaufum, sem fundust á honum við leit á Bifröst í Borgarfirði í júlí 2020. Héraðssaksóknari krefst að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að fíkniefnin verði gerð upptæk auk eins lítra af áburði, tveimur spennubreytum og tveimur tjöldum. Málið verður þingfest þann 9. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 22. apríl 2020 staðið að innflutningi á samtals 658,36 grömmum af kókaíni, með 84 prósent meðalstyrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar og hafði falið efnin innvortis. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, á Keflavíkurflugvelli þann sama dag, 0,89 grömm af maríhúana sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða. Maðurinn er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér til tekna með sölu og dreifingu ávana- og fíkniefna eða með öðrum ólöglegum leiðum. Hann hafi með því aflað sér allt að rúmum 12,3 milljónum króna, sem hann notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á erlendum gjaldeyri. Fjárhæðin skiptist í 4.963.974 krónur, vegna óútskýrðra tekna á bankareikningi og 7.335.796 krónur vegna kaupa á gjaldeyri með reiðufé. Þá hafi maðurinn einnig haft í vörslum sínum 75,82 grömm af kannabislaufum, sem fundust á honum við leit á Bifröst í Borgarfirði í júlí 2020. Héraðssaksóknari krefst að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að fíkniefnin verði gerð upptæk auk eins lítra af áburði, tveimur spennubreytum og tveimur tjöldum. Málið verður þingfest þann 9. september í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira