Biðlistar eða besta land í heimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 1. september 2021 15:30 Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun