Ólympíuleikarnir og aðstaða frjálsíþróttafólks í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. september 2021 12:02 Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun