KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2021 06:01 Frá setningu Fundar fólksins árið 2016. Guðni Th. Jóhannesson var við setningu fundarins þá eins og nú. Fundur fólksins Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Fundur fólksins hefur verið haldinn hér á landi frá árinu 2015 en féll niður í fyrra vegna Covid-19. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu, Fenjamýri í Grósku og Öskju en áhugasamir geta líka fylgst með streymi hér á Vísi. Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Fundarins, segir viðburði fara fram í fimm sölum. Stjórnmálaflokkar fé einkunn frá Ungum umhverfissinnum „Nýjungin á Fundi fólksins í ár er áhersla á ungt fólk og lýðræði, og þess vegna er fyrri dagur Fundarins helgaður ungu fólki, skipulagður í samstarfi við ungliðasamtök. Umhverfismálin vega þungt hjá ungu fólki og það setur mark sitt á daginn og reyndar Fundinn allan,“ segir Pála. Þar nefnir hún athyglisverðan viðburð hjá Ungum umhverfissinnum, þar sem þau opinbera einkunnagjöf til stjórnmálaflokkanna fyrir frammistöðu þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Ungt fólk hefur mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm „Covidástandið eins og það snýr að ungmennum, bæði hvað varðar líðan á tímum Covid og atvinnumál ungmenna verður áberandi í umræðu dagsins. Hinseginleikinn verður líka á dagskrá og ungliðasamtök og nemendur rukka unga frambjóðendur um afstöðu þeirra til ýmissa mála sem snúa að þeim. Eldri borgarar og ungliðar taka síðan samtalið um sameiginleg hagsmunamál þessara þjóðfélagshópa.“ Föstudeginum lýkur síðan með tónlistarviðburði sem hinir geysivinsælu ClubDub sjá um. Stjórnmálamenn fjölmenna Pála segir umhverfismálin verða áfram í brennidepli á laugardeginum. Sömuleiðis umræða um loftslagsmálin og hringrásarhagkerfið. Skuggahliðar Covid-19 eins og þær snúa að heimilisofbeldi verða til umfjöllunar í viðburðinum Faraldur í faraldrinum. „Og það kemur ekki á óvart, að forystumenn stjórnmálaflokkanna eru kallaðir til samtals um stefnur og kosningaloforð, og eru auk þess gestir í fjölmörgum viðburðum, eins og til dæmis umfjöllun um bágt ástand í þjónustu við fullorðna einstaklinga með ADHD.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fundinn.Vísir/Vilhelm Fundur fólksins er framkvæmdur í öflugu samstarfi við m.a. Norræna húsið og ber dagskrá beggja daga þess vitni þar sem spurningum er velt upp um norræna samvinnu og skort á norrænni samvinnu. Þá viljum við nefna athyglisvert málþing Mannréttindaskrifstofu Íslands sem nær yfir hálfan dag og er þar tæpt á fjölmörgum málum sem snúa að mannréttindum. Þá segir Pála viðburð líðandi viku fá sinn sess í dagskránni, þar sem Kvenréttindafélag Íslands ræðir menninguna í KSÍ. Nálægð við fólk í valdastöðu Lýðræðislega kosnir fulltrúar þjóðar og borgar opna hátíðina. Forseti Íslands, forsætisráðherra og borgarstjóri, ásamt tveimur ungmennum sem láta sig lýðræði varða og gefa tóninn fyrir hátíðina. Pála leggur áherslu á að Fundur fólksins sé einstakur vettvangur þar sem skapaður sé rammi fyrir samtal milli almennings, stjórnmálamanna, frjálsra félagasamtaka og einkageirans með lýðræðislega hugsun að leiðarljósi. Dagskráin á föstudeginum. „Umræðan hvelfist um samfélagsmál af öllum toga. Fundurinn er fyrst og fremst vettangur, en þátttakendur velja hvort þeir skrái sig til þátttöku og velja sína viðmælendur. Gestir fundarins taka jafnan þátt í samtalinu, oft með spurningum úr sal og streymi, en líka með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu, oft stjórnmálamenn sem erfitt getur verið að nálgast ella. Fólk hittist þannig undir formlegum og óformlegum kringumstæðum. Í Danmörku til dæmis er hefð fyrir því að forystumenn stjórnmálaflokkanna sýni samtímis á sér minna hátíðlega hlið og taka þá þátt í alls kyns skrýpalátum; brauðbökunarkeppni, óvenjulegri spurningakeppni eða þvíumlíku og gera óspart grín hver að öðrum.“ Dagskráin á laugardeginum. Landsmenn ganga til kosninga 25. september. Pála segir mörg félagasamtök í ár gera ráð fyrir stjórnmálamönnum í viðburði sínum og þeir brugðist vel við þátttöku. „Þarna gefst einstakt tækifæri fyrir félagasamtök og almenning að koma afstöðu sinni til skila til valdhafa og valdhafa að hlusta og greina frá skoðunum sínum.“ Að vinna sér sess Pála segir Fund fólksins ungt fyrirbæri á Íslandi, en sé smám saman að vinna sér sess. „En á sambærilegum fundum hinna Norðurlandanna hafa fundirnir fengið þann sess, að það er nánast enginn maður með mönnun - og þá er sérstaklega átt við félagasamtök, stjórnmálamenn og fjölmiðla - nema að vera virkir þátttakendur á fundunum.“ Saga Fundar fólksins Uppruna Fundar fólksins má rekja til þess, að Olof Palme var fenginn til þess a halda ræðu í Almedalen. Þetta var árið 1968 og Olof var á þeim tíma menntamálaráðherra. Það var boðað til fundarins undir yfirskriftinni „Komið, spyrjið, hlustið og njótið“. Þessi orð eru lýsandi fyrir þá hugsun sem liggur að baki þessum fundum. Smám saman breiddist frumkvæðið út á Norðurlöndunum, og víðar, og nú eru til samtök Lýðræðishátíða. Á Íslandi var fyrsti Fundur fólksins haldinn 2015 í Norræna húsinu að frumkvæði hússins. Árið eftir tók Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans við hátíðinni og fór hún fram haustið 2016 í Norræna húsinu en árin 2017- 2019 var fundurinn haldinn í samvinnu við menningarhúsið Hof á Akureyri, síðast undir nafninu LÝSA-Rokkhátíð samtalsins. Fundinum var aflýst vegna Covid-19 í fyrra. Nú er Fundur fólksins kominn á höfuðborgarsvæðið aftur, undir upprunalegu nafni og er það Norræna félagið á Íslandi sem sér um framkvæmd fundarins í samvinnu við Almannaheill, Norræna húsið og fjöldan allan af hagaðilum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Háskólar Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Fundur fólksins hefur verið haldinn hér á landi frá árinu 2015 en féll niður í fyrra vegna Covid-19. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu, Fenjamýri í Grósku og Öskju en áhugasamir geta líka fylgst með streymi hér á Vísi. Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Fundarins, segir viðburði fara fram í fimm sölum. Stjórnmálaflokkar fé einkunn frá Ungum umhverfissinnum „Nýjungin á Fundi fólksins í ár er áhersla á ungt fólk og lýðræði, og þess vegna er fyrri dagur Fundarins helgaður ungu fólki, skipulagður í samstarfi við ungliðasamtök. Umhverfismálin vega þungt hjá ungu fólki og það setur mark sitt á daginn og reyndar Fundinn allan,“ segir Pála. Þar nefnir hún athyglisverðan viðburð hjá Ungum umhverfissinnum, þar sem þau opinbera einkunnagjöf til stjórnmálaflokkanna fyrir frammistöðu þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Ungt fólk hefur mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm „Covidástandið eins og það snýr að ungmennum, bæði hvað varðar líðan á tímum Covid og atvinnumál ungmenna verður áberandi í umræðu dagsins. Hinseginleikinn verður líka á dagskrá og ungliðasamtök og nemendur rukka unga frambjóðendur um afstöðu þeirra til ýmissa mála sem snúa að þeim. Eldri borgarar og ungliðar taka síðan samtalið um sameiginleg hagsmunamál þessara þjóðfélagshópa.“ Föstudeginum lýkur síðan með tónlistarviðburði sem hinir geysivinsælu ClubDub sjá um. Stjórnmálamenn fjölmenna Pála segir umhverfismálin verða áfram í brennidepli á laugardeginum. Sömuleiðis umræða um loftslagsmálin og hringrásarhagkerfið. Skuggahliðar Covid-19 eins og þær snúa að heimilisofbeldi verða til umfjöllunar í viðburðinum Faraldur í faraldrinum. „Og það kemur ekki á óvart, að forystumenn stjórnmálaflokkanna eru kallaðir til samtals um stefnur og kosningaloforð, og eru auk þess gestir í fjölmörgum viðburðum, eins og til dæmis umfjöllun um bágt ástand í þjónustu við fullorðna einstaklinga með ADHD.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fundinn.Vísir/Vilhelm Fundur fólksins er framkvæmdur í öflugu samstarfi við m.a. Norræna húsið og ber dagskrá beggja daga þess vitni þar sem spurningum er velt upp um norræna samvinnu og skort á norrænni samvinnu. Þá viljum við nefna athyglisvert málþing Mannréttindaskrifstofu Íslands sem nær yfir hálfan dag og er þar tæpt á fjölmörgum málum sem snúa að mannréttindum. Þá segir Pála viðburð líðandi viku fá sinn sess í dagskránni, þar sem Kvenréttindafélag Íslands ræðir menninguna í KSÍ. Nálægð við fólk í valdastöðu Lýðræðislega kosnir fulltrúar þjóðar og borgar opna hátíðina. Forseti Íslands, forsætisráðherra og borgarstjóri, ásamt tveimur ungmennum sem láta sig lýðræði varða og gefa tóninn fyrir hátíðina. Pála leggur áherslu á að Fundur fólksins sé einstakur vettvangur þar sem skapaður sé rammi fyrir samtal milli almennings, stjórnmálamanna, frjálsra félagasamtaka og einkageirans með lýðræðislega hugsun að leiðarljósi. Dagskráin á föstudeginum. „Umræðan hvelfist um samfélagsmál af öllum toga. Fundurinn er fyrst og fremst vettangur, en þátttakendur velja hvort þeir skrái sig til þátttöku og velja sína viðmælendur. Gestir fundarins taka jafnan þátt í samtalinu, oft með spurningum úr sal og streymi, en líka með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu, oft stjórnmálamenn sem erfitt getur verið að nálgast ella. Fólk hittist þannig undir formlegum og óformlegum kringumstæðum. Í Danmörku til dæmis er hefð fyrir því að forystumenn stjórnmálaflokkanna sýni samtímis á sér minna hátíðlega hlið og taka þá þátt í alls kyns skrýpalátum; brauðbökunarkeppni, óvenjulegri spurningakeppni eða þvíumlíku og gera óspart grín hver að öðrum.“ Dagskráin á laugardeginum. Landsmenn ganga til kosninga 25. september. Pála segir mörg félagasamtök í ár gera ráð fyrir stjórnmálamönnum í viðburði sínum og þeir brugðist vel við þátttöku. „Þarna gefst einstakt tækifæri fyrir félagasamtök og almenning að koma afstöðu sinni til skila til valdhafa og valdhafa að hlusta og greina frá skoðunum sínum.“ Að vinna sér sess Pála segir Fund fólksins ungt fyrirbæri á Íslandi, en sé smám saman að vinna sér sess. „En á sambærilegum fundum hinna Norðurlandanna hafa fundirnir fengið þann sess, að það er nánast enginn maður með mönnun - og þá er sérstaklega átt við félagasamtök, stjórnmálamenn og fjölmiðla - nema að vera virkir þátttakendur á fundunum.“ Saga Fundar fólksins Uppruna Fundar fólksins má rekja til þess, að Olof Palme var fenginn til þess a halda ræðu í Almedalen. Þetta var árið 1968 og Olof var á þeim tíma menntamálaráðherra. Það var boðað til fundarins undir yfirskriftinni „Komið, spyrjið, hlustið og njótið“. Þessi orð eru lýsandi fyrir þá hugsun sem liggur að baki þessum fundum. Smám saman breiddist frumkvæðið út á Norðurlöndunum, og víðar, og nú eru til samtök Lýðræðishátíða. Á Íslandi var fyrsti Fundur fólksins haldinn 2015 í Norræna húsinu að frumkvæði hússins. Árið eftir tók Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans við hátíðinni og fór hún fram haustið 2016 í Norræna húsinu en árin 2017- 2019 var fundurinn haldinn í samvinnu við menningarhúsið Hof á Akureyri, síðast undir nafninu LÝSA-Rokkhátíð samtalsins. Fundinum var aflýst vegna Covid-19 í fyrra. Nú er Fundur fólksins kominn á höfuðborgarsvæðið aftur, undir upprunalegu nafni og er það Norræna félagið á Íslandi sem sér um framkvæmd fundarins í samvinnu við Almannaheill, Norræna húsið og fjöldan allan af hagaðilum.
Saga Fundar fólksins Uppruna Fundar fólksins má rekja til þess, að Olof Palme var fenginn til þess a halda ræðu í Almedalen. Þetta var árið 1968 og Olof var á þeim tíma menntamálaráðherra. Það var boðað til fundarins undir yfirskriftinni „Komið, spyrjið, hlustið og njótið“. Þessi orð eru lýsandi fyrir þá hugsun sem liggur að baki þessum fundum. Smám saman breiddist frumkvæðið út á Norðurlöndunum, og víðar, og nú eru til samtök Lýðræðishátíða. Á Íslandi var fyrsti Fundur fólksins haldinn 2015 í Norræna húsinu að frumkvæði hússins. Árið eftir tók Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans við hátíðinni og fór hún fram haustið 2016 í Norræna húsinu en árin 2017- 2019 var fundurinn haldinn í samvinnu við menningarhúsið Hof á Akureyri, síðast undir nafninu LÝSA-Rokkhátíð samtalsins. Fundinum var aflýst vegna Covid-19 í fyrra. Nú er Fundur fólksins kominn á höfuðborgarsvæðið aftur, undir upprunalegu nafni og er það Norræna félagið á Íslandi sem sér um framkvæmd fundarins í samvinnu við Almannaheill, Norræna húsið og fjöldan allan af hagaðilum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Háskólar Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira