Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2021 10:31 RIFF XR er nýtt á RIFF hátíðinni í ár. RIFF Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. Á Nýjustu tækni og kvikmyndum geta áhorfendur séð úrval stuttmynda og gagnvirkra leikja innan sýndarveruleika. Valin hafa verið sjö alþjóðleg verk til sýnis í anddyri Bíó Paradís, og um er að ræða verðlaunaverk frá undanförnum árum sem fjalla um allt frá pönki yfir í heim blindra. „XR stendur fyrir Extended Reality og er regnhlífarheiti yfir allt það nýjasta sem er að gerast í kvikmyndagerð, þar á meðal sýndarveruleiki, gagnaukinn veruleiki, 360° myndir og jafnvel tölvuleikir. Það er svo mikið lagt í tölvuleiki og útlit þeirra nú til dags að það er erfitt að greina hvar mörkin milli leikja og kvikmynda liggja,“ segir í tilkynningu um þennan nýja flokk á hátíðinni. Heimur blindra og hamur töframanns Verkin sem verða sýnd eru valin með tilliti til þess að bjóða upp á breitt úrval af upplifunum og ætti fólk á öllum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhorfendur geta meðal annars skyggnst inn í heim blindra í verkinu Notes on Blindness, farið í ham töframanns í íslenska verkinu Waltz of the Wizard eða hjálpað brasilískum blaðapilti frá fimmta áratugnum að finna ástina í Emmy-verðlauna verkinu A Linha/The Line. Í Gloomy Eyes fer stórleikarinn Colin Farrell með frásögnina, en í Battlescar er það Rosario Dawson sem ljær ungum pönkara rödd sína. The Under Presents býður áhorfendum svo upp á ferðalag þar sem áhorfandinn er að mestu við stjórn, og getur hitt fyrir leikara í rauntíma innan verksins sem geta til dæmis boðið upp á tónleika og í súrrealíska verkinu HanaHana geta áhorfendur látið handleggi vaxa upp úr eyðimerkur landslagi. A linha, The Line Framúrstefnuleg skemmtiatriði Nýjasta tækni og kvikmyndir fer fram 8.-10. október í Bíó Paradís sem partur af RIFF. Takmarkað framboð af miðum er hægt að nálgast hér. Haldið verður opnunarhóf fyrir Nýjustu tækni og kvikmyndir á Loft Hostel föstudaginn 8. október, en þar verða ýmis framúrstefnuleg skemmtiatriði. Til að mynda mun tónskáldið Íris Thorarins semja tónlist á staðnum við nýútgefna leikinn Sable og DJ Flugvél og Geimskip spilar frumsamda tónlist. „Nýjasta tækni og kvikmyndir er styrkt af tölvuleikjaframleiðandanum Raw Fury, sem gefur einmitt út leikinn Sable rétt áður en RIFF hefst. Sable lítur ótrúlega vel út, og er skýrt dæmi um þessi óskýru mörk milli leikja og kvikmynda, þar sem leikurinn er með svipað útlit og eitthvað úr smiðju Miyazaki,“ segir um viðburðinn. RIFF Bíó og sjónvarp Tækni Tengdar fréttir Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Á Nýjustu tækni og kvikmyndum geta áhorfendur séð úrval stuttmynda og gagnvirkra leikja innan sýndarveruleika. Valin hafa verið sjö alþjóðleg verk til sýnis í anddyri Bíó Paradís, og um er að ræða verðlaunaverk frá undanförnum árum sem fjalla um allt frá pönki yfir í heim blindra. „XR stendur fyrir Extended Reality og er regnhlífarheiti yfir allt það nýjasta sem er að gerast í kvikmyndagerð, þar á meðal sýndarveruleiki, gagnaukinn veruleiki, 360° myndir og jafnvel tölvuleikir. Það er svo mikið lagt í tölvuleiki og útlit þeirra nú til dags að það er erfitt að greina hvar mörkin milli leikja og kvikmynda liggja,“ segir í tilkynningu um þennan nýja flokk á hátíðinni. Heimur blindra og hamur töframanns Verkin sem verða sýnd eru valin með tilliti til þess að bjóða upp á breitt úrval af upplifunum og ætti fólk á öllum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhorfendur geta meðal annars skyggnst inn í heim blindra í verkinu Notes on Blindness, farið í ham töframanns í íslenska verkinu Waltz of the Wizard eða hjálpað brasilískum blaðapilti frá fimmta áratugnum að finna ástina í Emmy-verðlauna verkinu A Linha/The Line. Í Gloomy Eyes fer stórleikarinn Colin Farrell með frásögnina, en í Battlescar er það Rosario Dawson sem ljær ungum pönkara rödd sína. The Under Presents býður áhorfendum svo upp á ferðalag þar sem áhorfandinn er að mestu við stjórn, og getur hitt fyrir leikara í rauntíma innan verksins sem geta til dæmis boðið upp á tónleika og í súrrealíska verkinu HanaHana geta áhorfendur látið handleggi vaxa upp úr eyðimerkur landslagi. A linha, The Line Framúrstefnuleg skemmtiatriði Nýjasta tækni og kvikmyndir fer fram 8.-10. október í Bíó Paradís sem partur af RIFF. Takmarkað framboð af miðum er hægt að nálgast hér. Haldið verður opnunarhóf fyrir Nýjustu tækni og kvikmyndir á Loft Hostel föstudaginn 8. október, en þar verða ýmis framúrstefnuleg skemmtiatriði. Til að mynda mun tónskáldið Íris Thorarins semja tónlist á staðnum við nýútgefna leikinn Sable og DJ Flugvél og Geimskip spilar frumsamda tónlist. „Nýjasta tækni og kvikmyndir er styrkt af tölvuleikjaframleiðandanum Raw Fury, sem gefur einmitt út leikinn Sable rétt áður en RIFF hefst. Sable lítur ótrúlega vel út, og er skýrt dæmi um þessi óskýru mörk milli leikja og kvikmynda, þar sem leikurinn er með svipað útlit og eitthvað úr smiðju Miyazaki,“ segir um viðburðinn.
RIFF Bíó og sjónvarp Tækni Tengdar fréttir Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35
Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30