Oddvitaáskorunin: Klifraði upp á svalir og kom að kærustunni með öðrum manni Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 09:00 Eyjólfur í Rússlandi 2018. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Eyjólfur Ármannsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum en foreldrar hans eru Guðjón Ármann Eyjólfsson, sjóliðsforingi og skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Anika Jóna Ragnarsdóttir, húsmóðir og sjúkraliði. Fjölskyldan flutti frá Eyjum í eldgosinu, þegar Eyjólfur var á fjórða aldursári. Fluttu þau þá til Reykjavíkur þar sem Eyjólfur ólst upp. Eyjólfur hefur ávallt dvalið mikið á Vestfjörðum en móðurfjölskylda Eyjólfs kemur frá Lokinhamradal, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Eyjólfur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, nam Evrópurétt við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu er með meistarapróf í lögfræði (LL.M.) frá University of Pennsylvania og nam í hagfræði í Wharton. Hann hefur unnið víða innan stjórnsýslunnar, hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Skipulagsstofnun, og var aðstoðarsaksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og í lögmennsku. Hann vann frá 2011 hjá norska stórbankanum DNB í Osló og síðar hjá Nordea, stærsta banka Norðurlanda. Eyjólfur er formaður Orkunnar okkar, samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum, og einn aðalhöfunda sérfræðingaskýslu samtakana um þriðja orkupakkan og orkustefnu ESB „Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands”. Klippa: Oddvitaáskorun - Eyjólfur Ármansson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skeggi við Lokinhamradal, Arnarfirði. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref. Ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Fyodor Dostoevsky. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Evróvisjón Húsavíkurlagið. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók í gegn íbúðina. Las bók um svefn, Why we sleep, og þrjár bækur um þarmana Sjarmen med tarmen, Hjernen og tarmen og Sund tarm - klart hode. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki, hef aldrei tekið neitt í bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Eyjólfur í Arnarfirði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Starfa sem lögfræðingur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Að hann væri fáviti og stórglæpamaður sem kúgaði og ofsótti þjóð sína og væri einn af illmennum heimsins. Uppáhalds tónlistarmaður? Bach og Dua Lipa. Ein sterkasta minningin úr æsku? Eldgosið í Eyjum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alltaf mjög hrifinn af Thomas Jefferson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína. Besta frí sem þú hefur farið í? HM í Rússlandi 2018 og fylgja íslenska landsliðinu Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari á Hamborgarabúllu Tomma. Klikkaði aldrei. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofninn á ganginum. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarkeppni í Vatnaskógi í sumar.). Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hafa farið til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Rómantískasta uppátækið? Að klifra upp svalir hjá kærustu á Garði og sjá hana með öðrum í rúminu og þurfa síðan að ganga út á BSÍ í rigningu til að fá leigubíl heim. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum en foreldrar hans eru Guðjón Ármann Eyjólfsson, sjóliðsforingi og skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Anika Jóna Ragnarsdóttir, húsmóðir og sjúkraliði. Fjölskyldan flutti frá Eyjum í eldgosinu, þegar Eyjólfur var á fjórða aldursári. Fluttu þau þá til Reykjavíkur þar sem Eyjólfur ólst upp. Eyjólfur hefur ávallt dvalið mikið á Vestfjörðum en móðurfjölskylda Eyjólfs kemur frá Lokinhamradal, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Eyjólfur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, nam Evrópurétt við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu er með meistarapróf í lögfræði (LL.M.) frá University of Pennsylvania og nam í hagfræði í Wharton. Hann hefur unnið víða innan stjórnsýslunnar, hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Skipulagsstofnun, og var aðstoðarsaksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og í lögmennsku. Hann vann frá 2011 hjá norska stórbankanum DNB í Osló og síðar hjá Nordea, stærsta banka Norðurlanda. Eyjólfur er formaður Orkunnar okkar, samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum, og einn aðalhöfunda sérfræðingaskýslu samtakana um þriðja orkupakkan og orkustefnu ESB „Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands”. Klippa: Oddvitaáskorun - Eyjólfur Ármansson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skeggi við Lokinhamradal, Arnarfirði. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref. Ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Fyodor Dostoevsky. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Evróvisjón Húsavíkurlagið. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók í gegn íbúðina. Las bók um svefn, Why we sleep, og þrjár bækur um þarmana Sjarmen med tarmen, Hjernen og tarmen og Sund tarm - klart hode. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki, hef aldrei tekið neitt í bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Eyjólfur í Arnarfirði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Starfa sem lögfræðingur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Að hann væri fáviti og stórglæpamaður sem kúgaði og ofsótti þjóð sína og væri einn af illmennum heimsins. Uppáhalds tónlistarmaður? Bach og Dua Lipa. Ein sterkasta minningin úr æsku? Eldgosið í Eyjum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alltaf mjög hrifinn af Thomas Jefferson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína. Besta frí sem þú hefur farið í? HM í Rússlandi 2018 og fylgja íslenska landsliðinu Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari á Hamborgarabúllu Tomma. Klikkaði aldrei. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofninn á ganginum. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarkeppni í Vatnaskógi í sumar.). Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hafa farið til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Rómantískasta uppátækið? Að klifra upp svalir hjá kærustu á Garði og sjá hana með öðrum í rúminu og þurfa síðan að ganga út á BSÍ í rigningu til að fá leigubíl heim.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira