Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. september 2021 14:17 Frá kynningu Ungra umhverfissinna. Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“ Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“
Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent