Oddvitaáskorunin: Þekkir ríkisfjármálin út og inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 09:01 Oddný við styttu af Olof Palme í sænska þinginu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Oddný G. Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Oddný Guðbjörg Harðardóttir og er fædd og uppalin í Garðinum suður með sjó, þar sem ég bý enn á æskuheimilinu sem foreldrar mínir byggðu áður en ég fæddist. Það má því segja að ég sé ekki farin að heiman. Ég er er gift Eiríki Hermannssyni fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar og við eigum dæturnar Ástu Björk og Ingu Lilju. Barnabörnin eru fjögur; Tómas Ingi, Jökull Kári, Þorbjörg Eiríka og Oddþór Guðni Bergmann. Labradortíkin Tinna er gæludýr heimilisins. Ég er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi, sérgreinin er stærðfræði. Ég hóf kennsluferilinn að Laugalandsskóla í Holtum haustið 1980, þá 23 ára gömul og kenndi við þann skóla í þrjú ár en var lengst af stærðfræðikennari og aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Haustið 2003 tók ég að mér verkefnastjórn fyrir menntamálaráðuneytið og vann í ráðuneytinu til vors 2006, þó með hléi árið 2005 þegar ég gegndi starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja.“ „Það var svo vorið 2006 sem pólitískur ferill minn hófst. Nokkrar konur í Sveitarfélaginu Garði hittust yfir kaffibolla til að ræða hvaða breytingar þær vildu sjá á bænum eftir sveitarstjórnarkosningar. Oddný með barnabörnunum. Úr varð þverpólitískt framboð með konum í meirihluta þar sem ég var oddviti og bæjarstjóraefni N listans. Og N listinn vann kosningarnar. Eftir langa umhugsun og mikla hvatningu alls staðar úr Suðurkjördæmi ákvað ég að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 og bauð mig fram í 2. sæti listans. Ég fékk það sem ég sóttist eftir, sagði skilið við bæjarstjórastólinn og settist á þing. Ég hef verið oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi frá kosningum 2013. Mér hafa verið falin fjölbreytt og krefjandi störf sem þingmaður. Ég var formaður menntamálanefndar og fyrsta konan sem varð formaður fjárlaganefndar Alþingis. Ég var einnig fyrsta konan til að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra en meðfram því embætti var ég iðnaðarráðherra um tíma. Ég hef verið þingflokksformaður, varaforseti Norðurlandaráðs, verið í verkefnisstjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni og sit í þjóðaröryggisráði. Allan minn 12 ára þingferil hef ég verið í fjárlaganefnd eða í efnahags- og viðskiptanefnd ef undan er skilin fjármálaráðherratíðin. Ríkisfjármálin þekki ég því út og inn. Ég fann hvað reynslan af ríkisfjármálum nýttist mér vel þegar Alþingi þurfti að taka á efnahagsvanda vegna covid-19. Sú reynsla og þekking sem ég hef aflað mér á sviði ríkisfjármála er klárlega einn af mínum helstu styrkleikum sem alþingismaður.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Oddný G. Harðardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gullfoss er ótrúlega fallegur og kraftmikill en Garðskagi hjálpar þegar róa þarf hugann. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér alltaf bara rjómaís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fyrst kemur upp í hugann bókin Hundrað ára einsemd eftir Gabríel García Marquez sem ég las þegar ég var 21 árs. Karítas án titils eftir Kristínu M. Baldursdóttir er líka frábær bók. Ég heimsótti Síldarminjasafnið á Siglufirði sumarið eftir að ég las bókina og fannst eins og ég hreinlega heyrði í sögupersónunum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á ekkert svoleiðis held ég nema kannski upphafslag þáttanna Nágrannar á Stöð2. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Akureyri. Ég bjó einn vetur á Akureyri og kenndi stærðfræði við Menntaskólann. Systir mín bjó þar í mörg ár og ég hef heimsótt bæinn reglulega. Hann er mátulega stór, veðursæld umtalsverð, fínar verslanir og þjónusta, góð aðstaða til útivistar og stutt í fallegar náttúruperlur. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Það voru miklar annir í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins allan covid-tímann. Við vorum með efnahagsaðgerðirnar í þeirri nefnd og margir fundir undir áður en málin kláruðust. Oft náðum við saman inni í nefndinni en stundum ekki. Ég gat t.d. alls ekki sætt mig við þá aðgerð ríkisstjórnarinnar að vilja hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki. Hefði kosið enn frekari aðgerðir til að hjálpa fyrirtækjum að halda ráðningarsambandi við starfsfólkið sitt á erfiðum tímum. En stjórnarliðar samþykktu tillögu mína um að hækka framlög með börnum þeirra sem misstu vinnuna um 50%, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég prjónaði samt nokkrar peysur á þessum tíma en fann ekki neinn tíma fyrir hámáhorf. Hvað tekur þú í bekk? Ég hef aldrei tekið neitt í bekk en ég ímynda mér að ég gæti auðveldlega ráðið við 90 kíló. Ég ræð í það minnsta við stöngina. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Oftast fyrir morgunmat því ég borða sjaldnast morgunmat fyrr en líður á morguninn. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skólameistari í framhaldsskóla. Ég starfaði sem aðstoðarskólameistari í nokkur ár og var settur skólameistari í eitt ár. Það fannst mér mjög skemmtilegt starf, bæði gefandi og krefjandi. Að vinna með ungu fólki, hjálpa þeim að nýta krafta sína vel og gæta að því að tækifærin séu til staðar og aðgengileg fyrir alla, er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi brjóta ísinn með því að tala um hvað hann hafi grennst mikið. En svo myndi ég spyrja hann hvort hann væri stoltur af störfum sínum sem þjóðarleiðtogi og hverju þá helst. Ræða svo um lýðræði og frelsi, loflagsmál og jöfnuð ef við fengjum að vera nægilega lengi í einrúmi. Uppáhalds tónlistarmaður? Valdimar Guðmundsson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er bróðursonur mannsins míns og ég hef fylgst með honum frá fæðingu. Tónlistarnæmni hans hefur þroskast svo fallega. Gunnar Þórðarson er mikill snillingur og töffarinn Rúnar Júlíusson á sannarlega stað í hjarta mínu. Lay Low er líka í miklu uppáhaldi. Besti fimmaurabrandarinn? Ljóska er að ganga meðfram á og stoppar þegar hún heyrir kallað til sín. Önnur kona er á hinum bakkanum og kallar: „Hvernig kemst ég hinu megin?“ Ljóskan kalla á móti: „Þú ert hinu megin.“ Athugið að aðeins ljóskur mega segja ljóskubrandara. Það er í lagi að gera grín að sjálfri sér en ömurlegt að nota slíkt til að gera lítið úr öðrum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var 17 ára og var í framhaldsskóla leigði ég herbergi með eldunaraðstöðu í kjallara á Skeggjagötunni en mamma og systur mínar bjuggu í Garðinum. Mamma var ein með okkur og ekki miklir peningar til á heimilinu. Einhvern tíma fór ég í kjörbúðina sem þá var á Rauðarárstígnum og ætlaði að kaupa eina pylsu. Afgreiðslukonan sagði að ég yrði að kaupa heilan pakka. Ég gat það ekki og sennilega hefur konan séð vonleysissvipinn á mér. Hún alla vega opnaði pakkann og seldi mér eina pylsu. Hún átti eftir að gera þetta nokkrum sinnum yfir veturinn, þegjandi og hljóðalaust. Ég þurfti ekki að spyrja. Ég vildi að ég gæti hitt þessa konu og þakkað henni almennilega fyrir. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Olof Palme klárlega, Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra og Hörður Sumarliðason pabbi minn sem var mikill jafnaðarmaður. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn er mjög gott rokklag sem ég held upp á. Kannski vegna þess að það var okkar fyrsta Eurovisionlag og ég var sannfærð árið 1986 að við myndum vinna keppnina. Það er líka erfitt að gera upp á milli Think about things og Is it true. Besta frí sem þú hefur farið í? Fjölskylduferðin til Sikileyjar um páska 2017 stendur klárlega upp úr. Þá fórum við öll saman við Eiríkur, dæturnar tvær, tengdasynir og barnabörn. Við leigðum okkur stórt hús og vorum þar ásamt því að ferðast um eyjuna. Hjólaferð með skólafélögum um norðanverða Ítalíu árið 2008 var líka sannarlega eftirminnileg og allar hjólaferðirnar reyndar með þeim góðu vinum okkar innanlands og utan. Uppáhalds þynnkumatur? Ætli það sé ekki bara hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei en ég sé það út um svefnherbergisgluggann. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Þú ert drekinn“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Sumir segja að það hafi verið ég sem lét kladdann í 4. bekk hverfa en það er ekki satt. Hvarfið kom sér reyndar vel en það er önnur saga. Rómantískasta uppátækið? Við Eiríkur höfum verið saman í 45 ár og hver áratugur hefur haft sinn sjarma og rómantík. Eiríkur sér um rómantíkina en ég kveiki stundum á kertum og kaupi blóm til að búa til rétta umhverfið. Oddvitaáskorunin Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Oddný Guðbjörg Harðardóttir og er fædd og uppalin í Garðinum suður með sjó, þar sem ég bý enn á æskuheimilinu sem foreldrar mínir byggðu áður en ég fæddist. Það má því segja að ég sé ekki farin að heiman. Ég er er gift Eiríki Hermannssyni fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar og við eigum dæturnar Ástu Björk og Ingu Lilju. Barnabörnin eru fjögur; Tómas Ingi, Jökull Kári, Þorbjörg Eiríka og Oddþór Guðni Bergmann. Labradortíkin Tinna er gæludýr heimilisins. Ég er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi, sérgreinin er stærðfræði. Ég hóf kennsluferilinn að Laugalandsskóla í Holtum haustið 1980, þá 23 ára gömul og kenndi við þann skóla í þrjú ár en var lengst af stærðfræðikennari og aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Haustið 2003 tók ég að mér verkefnastjórn fyrir menntamálaráðuneytið og vann í ráðuneytinu til vors 2006, þó með hléi árið 2005 þegar ég gegndi starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja.“ „Það var svo vorið 2006 sem pólitískur ferill minn hófst. Nokkrar konur í Sveitarfélaginu Garði hittust yfir kaffibolla til að ræða hvaða breytingar þær vildu sjá á bænum eftir sveitarstjórnarkosningar. Oddný með barnabörnunum. Úr varð þverpólitískt framboð með konum í meirihluta þar sem ég var oddviti og bæjarstjóraefni N listans. Og N listinn vann kosningarnar. Eftir langa umhugsun og mikla hvatningu alls staðar úr Suðurkjördæmi ákvað ég að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 og bauð mig fram í 2. sæti listans. Ég fékk það sem ég sóttist eftir, sagði skilið við bæjarstjórastólinn og settist á þing. Ég hef verið oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi frá kosningum 2013. Mér hafa verið falin fjölbreytt og krefjandi störf sem þingmaður. Ég var formaður menntamálanefndar og fyrsta konan sem varð formaður fjárlaganefndar Alþingis. Ég var einnig fyrsta konan til að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra en meðfram því embætti var ég iðnaðarráðherra um tíma. Ég hef verið þingflokksformaður, varaforseti Norðurlandaráðs, verið í verkefnisstjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni og sit í þjóðaröryggisráði. Allan minn 12 ára þingferil hef ég verið í fjárlaganefnd eða í efnahags- og viðskiptanefnd ef undan er skilin fjármálaráðherratíðin. Ríkisfjármálin þekki ég því út og inn. Ég fann hvað reynslan af ríkisfjármálum nýttist mér vel þegar Alþingi þurfti að taka á efnahagsvanda vegna covid-19. Sú reynsla og þekking sem ég hef aflað mér á sviði ríkisfjármála er klárlega einn af mínum helstu styrkleikum sem alþingismaður.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Oddný G. Harðardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gullfoss er ótrúlega fallegur og kraftmikill en Garðskagi hjálpar þegar róa þarf hugann. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér alltaf bara rjómaís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fyrst kemur upp í hugann bókin Hundrað ára einsemd eftir Gabríel García Marquez sem ég las þegar ég var 21 árs. Karítas án titils eftir Kristínu M. Baldursdóttir er líka frábær bók. Ég heimsótti Síldarminjasafnið á Siglufirði sumarið eftir að ég las bókina og fannst eins og ég hreinlega heyrði í sögupersónunum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á ekkert svoleiðis held ég nema kannski upphafslag þáttanna Nágrannar á Stöð2. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Akureyri. Ég bjó einn vetur á Akureyri og kenndi stærðfræði við Menntaskólann. Systir mín bjó þar í mörg ár og ég hef heimsótt bæinn reglulega. Hann er mátulega stór, veðursæld umtalsverð, fínar verslanir og þjónusta, góð aðstaða til útivistar og stutt í fallegar náttúruperlur. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Það voru miklar annir í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins allan covid-tímann. Við vorum með efnahagsaðgerðirnar í þeirri nefnd og margir fundir undir áður en málin kláruðust. Oft náðum við saman inni í nefndinni en stundum ekki. Ég gat t.d. alls ekki sætt mig við þá aðgerð ríkisstjórnarinnar að vilja hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki. Hefði kosið enn frekari aðgerðir til að hjálpa fyrirtækjum að halda ráðningarsambandi við starfsfólkið sitt á erfiðum tímum. En stjórnarliðar samþykktu tillögu mína um að hækka framlög með börnum þeirra sem misstu vinnuna um 50%, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég prjónaði samt nokkrar peysur á þessum tíma en fann ekki neinn tíma fyrir hámáhorf. Hvað tekur þú í bekk? Ég hef aldrei tekið neitt í bekk en ég ímynda mér að ég gæti auðveldlega ráðið við 90 kíló. Ég ræð í það minnsta við stöngina. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Oftast fyrir morgunmat því ég borða sjaldnast morgunmat fyrr en líður á morguninn. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skólameistari í framhaldsskóla. Ég starfaði sem aðstoðarskólameistari í nokkur ár og var settur skólameistari í eitt ár. Það fannst mér mjög skemmtilegt starf, bæði gefandi og krefjandi. Að vinna með ungu fólki, hjálpa þeim að nýta krafta sína vel og gæta að því að tækifærin séu til staðar og aðgengileg fyrir alla, er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi brjóta ísinn með því að tala um hvað hann hafi grennst mikið. En svo myndi ég spyrja hann hvort hann væri stoltur af störfum sínum sem þjóðarleiðtogi og hverju þá helst. Ræða svo um lýðræði og frelsi, loflagsmál og jöfnuð ef við fengjum að vera nægilega lengi í einrúmi. Uppáhalds tónlistarmaður? Valdimar Guðmundsson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er bróðursonur mannsins míns og ég hef fylgst með honum frá fæðingu. Tónlistarnæmni hans hefur þroskast svo fallega. Gunnar Þórðarson er mikill snillingur og töffarinn Rúnar Júlíusson á sannarlega stað í hjarta mínu. Lay Low er líka í miklu uppáhaldi. Besti fimmaurabrandarinn? Ljóska er að ganga meðfram á og stoppar þegar hún heyrir kallað til sín. Önnur kona er á hinum bakkanum og kallar: „Hvernig kemst ég hinu megin?“ Ljóskan kalla á móti: „Þú ert hinu megin.“ Athugið að aðeins ljóskur mega segja ljóskubrandara. Það er í lagi að gera grín að sjálfri sér en ömurlegt að nota slíkt til að gera lítið úr öðrum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var 17 ára og var í framhaldsskóla leigði ég herbergi með eldunaraðstöðu í kjallara á Skeggjagötunni en mamma og systur mínar bjuggu í Garðinum. Mamma var ein með okkur og ekki miklir peningar til á heimilinu. Einhvern tíma fór ég í kjörbúðina sem þá var á Rauðarárstígnum og ætlaði að kaupa eina pylsu. Afgreiðslukonan sagði að ég yrði að kaupa heilan pakka. Ég gat það ekki og sennilega hefur konan séð vonleysissvipinn á mér. Hún alla vega opnaði pakkann og seldi mér eina pylsu. Hún átti eftir að gera þetta nokkrum sinnum yfir veturinn, þegjandi og hljóðalaust. Ég þurfti ekki að spyrja. Ég vildi að ég gæti hitt þessa konu og þakkað henni almennilega fyrir. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Olof Palme klárlega, Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra og Hörður Sumarliðason pabbi minn sem var mikill jafnaðarmaður. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn er mjög gott rokklag sem ég held upp á. Kannski vegna þess að það var okkar fyrsta Eurovisionlag og ég var sannfærð árið 1986 að við myndum vinna keppnina. Það er líka erfitt að gera upp á milli Think about things og Is it true. Besta frí sem þú hefur farið í? Fjölskylduferðin til Sikileyjar um páska 2017 stendur klárlega upp úr. Þá fórum við öll saman við Eiríkur, dæturnar tvær, tengdasynir og barnabörn. Við leigðum okkur stórt hús og vorum þar ásamt því að ferðast um eyjuna. Hjólaferð með skólafélögum um norðanverða Ítalíu árið 2008 var líka sannarlega eftirminnileg og allar hjólaferðirnar reyndar með þeim góðu vinum okkar innanlands og utan. Uppáhalds þynnkumatur? Ætli það sé ekki bara hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei en ég sé það út um svefnherbergisgluggann. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Þú ert drekinn“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Sumir segja að það hafi verið ég sem lét kladdann í 4. bekk hverfa en það er ekki satt. Hvarfið kom sér reyndar vel en það er önnur saga. Rómantískasta uppátækið? Við Eiríkur höfum verið saman í 45 ár og hver áratugur hefur haft sinn sjarma og rómantík. Eiríkur sér um rómantíkina en ég kveiki stundum á kertum og kaupi blóm til að búa til rétta umhverfið.
Oddvitaáskorunin Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira