Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 17:56 Á dögunum var veður svo gott á Akureyri að menntskælingar þurftu að færa námið út. Vísir Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021 Veður Akureyri Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021
Veður Akureyri Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira