Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefna Sósíalistaflokksins Árni Múli Jónasson skrifar 3. september 2021 18:30 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar