Helmingi finnst í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. september 2021 19:00 Hefur þú farið á tvö til þrjú stefnumót í sömu vikunni, með mismunandi einstaklingum? Getty Stefnumótamarkaðurinn, ef markað skal kalla, getur verið flókinn. Hvar stöndum við í stefnumótamenningu á Íslandi? Eru þessar óskráðu reglur eitthvað að breytast? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Sjá meira
Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Sjá meira