Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kreditkorti mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:55 Maðurinn sveik út vörur meðal annars hjá Bónus og Nova. Vísir Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin. Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin.
Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira