Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 11:28 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í morgun umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga fólki á vinnumarkaði. Getty Stjórnvöld í Danmörku vonast til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði um rúm tíu þúsund á næstu níu árum. Mette Fredriksen forsætisráðherra og Nicolai Wammen fjármálaráðherra kynntu aðgerðapakka þar að lútandi í morgun, undir yfirskriftinni „Danmörk getur gert meira 1“. Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar. Danmörk Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar.
Danmörk Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira