Íslenskur iðnaður verði sá grænasti í heimi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. september 2021 08:01 Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Sjá meira
Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun