Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 09:30 Það er mikið í húfi hjá Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum í Breiðabliki í kvöld. vísir/Hulda Margrét Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum. Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira