Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2021 18:25 Sjómaðurinn starfaði fyrir Brim er slysið varð. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira