Uppboð á veiðiheimildum Ólafur Örn Jónsson skrifar 9. september 2021 10:00 Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á. Því miður virðast Viðreisn og Samfylkingin vera að daðra við þessar hugmyndir sem nota á til að brjótast út úr lögum um stjórn fiskveiða þar sem veiðiheimildum er úthlutað til eins árs í senn sem hefur verið nógur fyrirsjáanleiki síðast liðin 45 ár eða síðan við hófum stjórn fiskveiða. Þetta má aldrei verða. Gerum okkur grein fyrir að 4 kynslóðir hafa nú búið við EINOKUN kvótans. Nú verður því að linna. Ef leiðin er uppboð á hvort sem er dagakerfi eða kvóta þá verður að varast enn meiri samþjöppun og yfirgang þeirra sem sópað hafa að sér auð í skjóli EINOKUNAR í kvótakerfinu og á FÖLSUN á gengi krónunnar sem við höfum horft uppá síðan 2014. Til að gera það skiptum við árinu upp í 3 fjögurra mánaða tímabil. Og ef ég byrja á að lýsa uppboði á kvóta þá þyrftum við 2 x 3 fjögurra mánaða tímabil sem myndu skarast um 2 mánuði. Annað uppboðið hefðist 1. jan 1. mai og 1. sep en seinna 1. mar 1. júl og 1. nóv (gert til að engin fisktegund yrði ófánleg í of langan tíma). Uppboðið færi þannig fram að útgerðamenn í öllum flokkum bolfiskveiða byðust til að borga vissa prósentu af verði þess fisks sem landað yrði á fiskmarkaði (allur fiskur landað á markað) til ríkisins og bæjarfélagsins. Enginn útgerðamaður hefði rétt til að tryggja sér meira en 2 fullfermi af hverri sort í senn til að koma í veg fyrir hamstur. Á þessum 4 mánuðum yrði fiskur falur þeim sem hæst buðu og öðluðust réttinn í þessu fjögurra mánaða uppboði. 1.Mars hefst svo seinna uppboðið og mega þeir sem eru í fyrra uppboðinu kaupa þar þær tegundir sem uppseldar væru í fyrra uppboðinu og þeir sem ekki náðu inn í fyrra uppboðinu fá nú aftur möguleika í seinna uppboðinu. Gjaldið hverju sinni er greitt við löndun. Uppboð á dögum í dagastjórnun við stjórnun fiskveiða er mun einfaldara. Þar er á fjögurra mánaða fresti bara úthlutað dögum sem má nota á þorskveiðar annars vegar og dögum á aðrar tegundir með 15% hámarki á þorsk hins vegar. Útgerðamenn gera sama og í uppboði á kvóta bjóðast til að borga vissa prósentu af verði sem fæst fyrir fiskinn á markaði til ríkisins og bæjarfélagsins. Fyrirsjáanleikinn er sá sami útgerðarmaðurinn hefur réttinn þessa fjóra mánuði þá kemur næsta uppboð til að öðlast réttinn næstu fjóra mánuði og koll af kolli og borgar alltaf við lönduná markaði. Sjá má skýringu á þessu fyrirkomulagi uppboðanna á myndinni hér að neðan. Með báðum þessum aðferðum þar sem ég mæli eindregið með dagafyrirkomulaginu (Stefna Sósialista) er tryggt hæsta fáanlegt verð fyrir veiðiheimildirnar, skilvirk nýliðun þar sem nýliðar/allir sitja við sama borð að aðgenginu að veiðum og sjálfbærni sem getur haldið áfram vandræðalaust. Þetta fyrirkomulag á dagakerfinu tryggir okkur allan fisk í löndun (ekkert brottkast) þar sem annaðhvort undirmálsfiskur eða þorskur yfir leyfilegu 15% þorsks á veiðum utan þorsks skilar sér í land og rennur aflaverðmætið til ríkisins eftir að hlutur sjómanna hefur verið greiddur til baka. Í þessu fyrirkomulagi er enginn ómöguleiki bara tækifæri þjóðar í algjörum ógöngum í stjórn sinna fiskveiða. Höfundur er heldriborgari, fyrrverandi sjómaður, aflaskipstjóri og 4. maður á lista Sósíalista í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á. Því miður virðast Viðreisn og Samfylkingin vera að daðra við þessar hugmyndir sem nota á til að brjótast út úr lögum um stjórn fiskveiða þar sem veiðiheimildum er úthlutað til eins árs í senn sem hefur verið nógur fyrirsjáanleiki síðast liðin 45 ár eða síðan við hófum stjórn fiskveiða. Þetta má aldrei verða. Gerum okkur grein fyrir að 4 kynslóðir hafa nú búið við EINOKUN kvótans. Nú verður því að linna. Ef leiðin er uppboð á hvort sem er dagakerfi eða kvóta þá verður að varast enn meiri samþjöppun og yfirgang þeirra sem sópað hafa að sér auð í skjóli EINOKUNAR í kvótakerfinu og á FÖLSUN á gengi krónunnar sem við höfum horft uppá síðan 2014. Til að gera það skiptum við árinu upp í 3 fjögurra mánaða tímabil. Og ef ég byrja á að lýsa uppboði á kvóta þá þyrftum við 2 x 3 fjögurra mánaða tímabil sem myndu skarast um 2 mánuði. Annað uppboðið hefðist 1. jan 1. mai og 1. sep en seinna 1. mar 1. júl og 1. nóv (gert til að engin fisktegund yrði ófánleg í of langan tíma). Uppboðið færi þannig fram að útgerðamenn í öllum flokkum bolfiskveiða byðust til að borga vissa prósentu af verði þess fisks sem landað yrði á fiskmarkaði (allur fiskur landað á markað) til ríkisins og bæjarfélagsins. Enginn útgerðamaður hefði rétt til að tryggja sér meira en 2 fullfermi af hverri sort í senn til að koma í veg fyrir hamstur. Á þessum 4 mánuðum yrði fiskur falur þeim sem hæst buðu og öðluðust réttinn í þessu fjögurra mánaða uppboði. 1.Mars hefst svo seinna uppboðið og mega þeir sem eru í fyrra uppboðinu kaupa þar þær tegundir sem uppseldar væru í fyrra uppboðinu og þeir sem ekki náðu inn í fyrra uppboðinu fá nú aftur möguleika í seinna uppboðinu. Gjaldið hverju sinni er greitt við löndun. Uppboð á dögum í dagastjórnun við stjórnun fiskveiða er mun einfaldara. Þar er á fjögurra mánaða fresti bara úthlutað dögum sem má nota á þorskveiðar annars vegar og dögum á aðrar tegundir með 15% hámarki á þorsk hins vegar. Útgerðamenn gera sama og í uppboði á kvóta bjóðast til að borga vissa prósentu af verði sem fæst fyrir fiskinn á markaði til ríkisins og bæjarfélagsins. Fyrirsjáanleikinn er sá sami útgerðarmaðurinn hefur réttinn þessa fjóra mánuði þá kemur næsta uppboð til að öðlast réttinn næstu fjóra mánuði og koll af kolli og borgar alltaf við lönduná markaði. Sjá má skýringu á þessu fyrirkomulagi uppboðanna á myndinni hér að neðan. Með báðum þessum aðferðum þar sem ég mæli eindregið með dagafyrirkomulaginu (Stefna Sósialista) er tryggt hæsta fáanlegt verð fyrir veiðiheimildirnar, skilvirk nýliðun þar sem nýliðar/allir sitja við sama borð að aðgenginu að veiðum og sjálfbærni sem getur haldið áfram vandræðalaust. Þetta fyrirkomulag á dagakerfinu tryggir okkur allan fisk í löndun (ekkert brottkast) þar sem annaðhvort undirmálsfiskur eða þorskur yfir leyfilegu 15% þorsks á veiðum utan þorsks skilar sér í land og rennur aflaverðmætið til ríkisins eftir að hlutur sjómanna hefur verið greiddur til baka. Í þessu fyrirkomulagi er enginn ómöguleiki bara tækifæri þjóðar í algjörum ógöngum í stjórn sinna fiskveiða. Höfundur er heldriborgari, fyrrverandi sjómaður, aflaskipstjóri og 4. maður á lista Sósíalista í Reykjavík suður.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar