44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:45 Brady og félagar fá Dallas Cowboys í heimsókn í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira