Lukaku frábær í sigri Chelsea Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 16:00 Lukaku fer frábærlega af stað hjá Chelsea EPA-EFE/ANDY RAIN Chelsea mættu sigurstranglegri til leiks með sjö stig úr þremur fyrstu leikjunum sínum en Aston Villa höfðu sótt fjögur stig úr sínum fyrstu þremur. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði liðin áttu ákjósanlegar stöður eftir góðar sóknir. Það var þó tröllið í framlínunni hjá Chelsea, Romelu Lukaku, sem skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu. Mateo Kovacic átti þá frábæra sendingu á Lukaku sem lék á einn leikmann áður en hann skoraði framhjá Jed Steer í marki Villa. Það var svo Kovacic sem skoraði annað mark leiksins og annað mark Chelsea. Tyrone Mings átti þá skelfilega sendingu til baka sem Kovacic komst inní og vippaði boltanum yfir Steer. Staðan orðin 2-0. Lukaku lokaði svo leiknum í uppbótartíma með frábæru skoti eftir undirbúning frá Cesar Azpilicueta. Chelsea með 10 stig líkt ot Manchester United á toppi deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn
Chelsea mættu sigurstranglegri til leiks með sjö stig úr þremur fyrstu leikjunum sínum en Aston Villa höfðu sótt fjögur stig úr sínum fyrstu þremur. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði liðin áttu ákjósanlegar stöður eftir góðar sóknir. Það var þó tröllið í framlínunni hjá Chelsea, Romelu Lukaku, sem skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu. Mateo Kovacic átti þá frábæra sendingu á Lukaku sem lék á einn leikmann áður en hann skoraði framhjá Jed Steer í marki Villa. Það var svo Kovacic sem skoraði annað mark leiksins og annað mark Chelsea. Tyrone Mings átti þá skelfilega sendingu til baka sem Kovacic komst inní og vippaði boltanum yfir Steer. Staðan orðin 2-0. Lukaku lokaði svo leiknum í uppbótartíma með frábæru skoti eftir undirbúning frá Cesar Azpilicueta. Chelsea með 10 stig líkt ot Manchester United á toppi deildarinnar.