Eru sjómenn annars flokks? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 10. september 2021 12:00 Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun