Fréttastofa RÚV og réttlát málsmeðferð Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. september 2021 12:31 Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar