Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Geir Sigurður Jónsson skrifar 10. september 2021 17:30 Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun