Rosalegur Russell leiddi Seahawks til sigurs | Steelers seigir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 21:20 Russell Wilson var stórkostlegur í kvöld. Michael Hickey/Getty Images Seattle Seahawks hefja tímabilið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á sigri þökk sé rosalegri frammistöðu Russell Wilson. Þá vann Pittsburgh Steelers sigur á Buffalo Bills og San Francisco 49ers vann Detroit Lions í hörkuleik. Seahawks mættu Indianapolis Colts í dag. Það var í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda en Seahawks leiddu 21-10 í hálfleik og unnu á endanum 28-16. Wilson kastaði boltanum 23 sinnum til samherja, 18 af þeim sendingum heppnuðust og leiddu til fjögurra snertimarka. FINAL: Russell Wilson's four TD passes launch the @Seahawks to victory! #SEAvsIND pic.twitter.com/WVigLXaDFe— NFL (@NFL) September 12, 2021 Tyler Lockett greip boltann tvívegis inn í endasvæðinu ásamt þeim DK Metcalf og Gerald Everett. Á hinum enda vallarins kastaði Carson Wentz fyrir tveimur snertimörkum en 25 af 38 sendingum Wentz heppnuðust. Russ and DK's first TD connection of 2021! #Seahawks : #SEAvsIND on FOX : NFL app pic.twitter.com/lmxjObe382— NFL (@NFL) September 12, 2021 Pittsburgh Steelers unnu dramatískan sigur á Buffalo Bills. Leikurinn var vægast sagt lengi í gang og leiddu Bills 10-0 í hálfleik. Steelers minnkuðu muninn í 10-16 í 3. leikhluta og skoruðu svo 17 stig í 4. leikhluta, lokatölur því 23-16. Bæði lið virkuðu frekar ryðguð og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Leikstjórnendur beggja liða köstuðu aðeins fyrir einu snertimarki hvor. San Francisco 49ers vann Detroit Lions í hreint út sagt ótrúlegum leik. Lokatölur 41-33 49ers í vil en liðið var 31-10 yfir í hálfleik. Jimmy Garoppolo kastaði aðeins fyrir einu snertimarki en Robbie Gold, sparkari 49ers skoraði 11 stig í leiknum. Önnur úrslit Atlanta Falcons 6 – 32 Philadelphia Eagles Washington Football Team 16-20 Los Angeles Chargers Carolina Panthers 19-14 New York Jets Tennessee Titans 13 – 38 Arizona Cardinals Houston Texans 37 – 21 Jacksonville Jaguars Cincinnati Bengals 27-24 Minnesota Vikings NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira
Seahawks mættu Indianapolis Colts í dag. Það var í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda en Seahawks leiddu 21-10 í hálfleik og unnu á endanum 28-16. Wilson kastaði boltanum 23 sinnum til samherja, 18 af þeim sendingum heppnuðust og leiddu til fjögurra snertimarka. FINAL: Russell Wilson's four TD passes launch the @Seahawks to victory! #SEAvsIND pic.twitter.com/WVigLXaDFe— NFL (@NFL) September 12, 2021 Tyler Lockett greip boltann tvívegis inn í endasvæðinu ásamt þeim DK Metcalf og Gerald Everett. Á hinum enda vallarins kastaði Carson Wentz fyrir tveimur snertimörkum en 25 af 38 sendingum Wentz heppnuðust. Russ and DK's first TD connection of 2021! #Seahawks : #SEAvsIND on FOX : NFL app pic.twitter.com/lmxjObe382— NFL (@NFL) September 12, 2021 Pittsburgh Steelers unnu dramatískan sigur á Buffalo Bills. Leikurinn var vægast sagt lengi í gang og leiddu Bills 10-0 í hálfleik. Steelers minnkuðu muninn í 10-16 í 3. leikhluta og skoruðu svo 17 stig í 4. leikhluta, lokatölur því 23-16. Bæði lið virkuðu frekar ryðguð og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Leikstjórnendur beggja liða köstuðu aðeins fyrir einu snertimarki hvor. San Francisco 49ers vann Detroit Lions í hreint út sagt ótrúlegum leik. Lokatölur 41-33 49ers í vil en liðið var 31-10 yfir í hálfleik. Jimmy Garoppolo kastaði aðeins fyrir einu snertimarki en Robbie Gold, sparkari 49ers skoraði 11 stig í leiknum. Önnur úrslit Atlanta Falcons 6 – 32 Philadelphia Eagles Washington Football Team 16-20 Los Angeles Chargers Carolina Panthers 19-14 New York Jets Tennessee Titans 13 – 38 Arizona Cardinals Houston Texans 37 – 21 Jacksonville Jaguars Cincinnati Bengals 27-24 Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira