Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. september 2021 10:08 Frá vettvangi í Rauðagerði daginn eftir skotárásina. Vísir/Vilhelm Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vissi ekki að um skotárás væri að ræða Lögreglukona sem var með þeim fyrstu á staðinn umrætt kvöld lýsti því að tilkynning hefði borist um meðvitundarlausan mann fyrir utan hús í Rauðagerði. „Maður heyrði að þetta var alvarlegt. Þegar við komum var hann meðvitundarlaus inni í sjúkrabíl,“ sagði lögreglukonan. Hún hafi þá ekki haft upplýsingar að um skotárás hefði verið að ræða. Þær upplýsingar hafi ekki borist fyrr en lögreglubíllinn hafi fylgt sjúkrabílnum upp á slysadeild. Þeim hafi verið sagt seinna að þetta hafi líklega verið skotárás. „Maður fór ekki með hausinn þangað að þetta hefði verið skotárás.“ Vinir Armandos mættu á vettvang Hún lýsti aðstæðum á vettvangi umrætt laugardagskvöld. Dimmt hefði verið úti, fínt veður en svolítið rok. Sérsveitin hafi mætt á vettvang og fundið skothylki. Þá hafi vinir Armandos mætt á vettvang en þeir verið beðnir um að halda sig utan dyra. Lögreglukonan mundi ekki hvort þeir hefðu komið inn í húsið en þeim hefði allavega ekki verið hleypt inn í bílskúr, þar sem Armando var skotinn til bana. Önnur lögreglukona sem mætti síðar á vettvang, þegar Armando hafði verið fluttur á brott í sjúkrabíl, sagðist hafa fundið skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Þau hafi farið í að tryggja sönnunargögn, mynda svæðið og skoða bílskúrinn. „Svo var innsiglað og vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina.“ Skothylkin fuku í vindinum Lögreglukonan lýsti því að svo hvasst hefði verið að skothylkin á bílaplaninu hefðu fokið til. Skothylkin nær garðinum héldust kyrr væntanlega vegna skjóls frá runnunum. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum. Lögreglukonan sagði að bílskúrinn hefði verið myndaður og skoðaður en ekki rótað í bílskúrnum. Svo hafi hann verið innsiglaður. Hún hefði ekki séð nein vopn í hillum, ekkert óeðlilegt. Hún sagðist ekki geta útilokað að þar hafi verið byssa en þá hefði hún verið vel falin. Byssan fullhlaðin þegar hún fannst Angjelin lýsti því við aðalmeðferðina í gær að Armando hefði verið vopnaður og því hefði hann skotið Armando í sjálfsvörn. Lögreglukonan lýsti því einnig þegar morðvopnið fannst nærri Esjurótum nokkrum dögum síðar. Hljóðdeyfirinn hefði verið skrúfaður á og vopnið verið fullhlaðið. Hún sagðist ekki hafa flett upp hver væri skráður fyrir vopninu en lagt áherslu á að tryggja vörslu þess. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vissi ekki að um skotárás væri að ræða Lögreglukona sem var með þeim fyrstu á staðinn umrætt kvöld lýsti því að tilkynning hefði borist um meðvitundarlausan mann fyrir utan hús í Rauðagerði. „Maður heyrði að þetta var alvarlegt. Þegar við komum var hann meðvitundarlaus inni í sjúkrabíl,“ sagði lögreglukonan. Hún hafi þá ekki haft upplýsingar að um skotárás hefði verið að ræða. Þær upplýsingar hafi ekki borist fyrr en lögreglubíllinn hafi fylgt sjúkrabílnum upp á slysadeild. Þeim hafi verið sagt seinna að þetta hafi líklega verið skotárás. „Maður fór ekki með hausinn þangað að þetta hefði verið skotárás.“ Vinir Armandos mættu á vettvang Hún lýsti aðstæðum á vettvangi umrætt laugardagskvöld. Dimmt hefði verið úti, fínt veður en svolítið rok. Sérsveitin hafi mætt á vettvang og fundið skothylki. Þá hafi vinir Armandos mætt á vettvang en þeir verið beðnir um að halda sig utan dyra. Lögreglukonan mundi ekki hvort þeir hefðu komið inn í húsið en þeim hefði allavega ekki verið hleypt inn í bílskúr, þar sem Armando var skotinn til bana. Önnur lögreglukona sem mætti síðar á vettvang, þegar Armando hafði verið fluttur á brott í sjúkrabíl, sagðist hafa fundið skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Þau hafi farið í að tryggja sönnunargögn, mynda svæðið og skoða bílskúrinn. „Svo var innsiglað og vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina.“ Skothylkin fuku í vindinum Lögreglukonan lýsti því að svo hvasst hefði verið að skothylkin á bílaplaninu hefðu fokið til. Skothylkin nær garðinum héldust kyrr væntanlega vegna skjóls frá runnunum. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum. Lögreglukonan sagði að bílskúrinn hefði verið myndaður og skoðaður en ekki rótað í bílskúrnum. Svo hafi hann verið innsiglaður. Hún hefði ekki séð nein vopn í hillum, ekkert óeðlilegt. Hún sagðist ekki geta útilokað að þar hafi verið byssa en þá hefði hún verið vel falin. Byssan fullhlaðin þegar hún fannst Angjelin lýsti því við aðalmeðferðina í gær að Armando hefði verið vopnaður og því hefði hann skotið Armando í sjálfsvörn. Lögreglukonan lýsti því einnig þegar morðvopnið fannst nærri Esjurótum nokkrum dögum síðar. Hljóðdeyfirinn hefði verið skrúfaður á og vopnið verið fullhlaðið. Hún sagðist ekki hafa flett upp hver væri skráður fyrir vopninu en lagt áherslu á að tryggja vörslu þess.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34