Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2021 09:00 Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Færeyjar Dýr Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun