Virkar Hafrannsóknarstofnun? Gunnar Ingiberg skrifar 15. september 2021 06:00 Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar