Fangelsi verði ekki heljarvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2021 13:30 Þorlákur Morthens sem er oft kallaður Tolli fer fyrir stýrihópnum. Vísir/Sigurjón Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu. Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“ Fangelsismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“
Fangelsismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira