Fangelsi verði ekki heljarvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2021 13:30 Þorlákur Morthens sem er oft kallaður Tolli fer fyrir stýrihópnum. Vísir/Sigurjón Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu. Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“ Fangelsismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Stýrihópurinn kynnti skýrslu sína í morgun en hópurinn hefur skoðað leiðir til að bæta velferð fanga. Á meðal þess sem tekið er á í skýrslunni eru leiðir til að bæta menntun, geðheilbrigði, félagslegt umhverfi og húsnæðismál fanga. Þorlákur Morthens, sem er oft kallaður Tolli, fer fyrir hópnum. „Það er gert ráð fyrir því að að í húsnæðismálin verði settur 1,6 milljarður til umbóta á Litla Hrauni sem er í raun og veru sko það sem við erum að takast á við. Þarna er í raun og veru brúarsmíð inn í framtíðina þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt fangelsi.“ Arnar Haraldsson viðskiptafræðingur vann með stýrihópnum en hann skoðaði ávinninginn af breytingunum sem stýrihópurinn leggur til . „Við erum að þá að sjá kannski fyrir okkur að endurkomur muni fara niður um 17,5% og þá erum við að horfa til í rauninni allra fanga sem koma inn í fangelsin og hverjir hafa þá komið áður í fangelsi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir skýrsluna hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur auðvitað bara mjög mikla þýðingu að fá svona vinnu inn í það sem við ætlum okkur í fangamálunum og hvar við getum gert betur. Hvort sem það lýtur að afplánun núna eða það sem kemur á eftir til að hjálpa einstaklingum að vera virkir samfélagsþegnar að lokinni afplánun.“ Stýrihópur um málefni fanga kynnti skýrslu sína í morgun. Á meðal þeirra sem voru á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra breytingar þegar hafa átt sér stað í málaflokknum. „Þarna erum við að beita nýrri nálgun. Sömu nálgun og við höfum verið að beita í málefnum barna. Það er að horfa á viðkvæma hópa sem fjárfestingu og ég held að þetta sé grundvallarbreyting sem er að eiga sér stað í íslenskum velferðarmálum og við þurfum að fylgja þessu auðvitað fast á eftir. Ég sé fyrir mér að nú sé kominn grunnur undir að taka næstu skref í þessum málum eins og við gerðum í málefnum barna.“ Stýrihópurinn hefur verið að störfum í tvö ár og áður skilað skýrslu. Tolli telur að verði breytingarnar sem lagðar eru til að veruleika hafi það mikla þýðingu. „Ég held að þetta hafi þá þýðingu að fangelsi verður ekki áfram þetta „hell“ sem að hefur verið og þessi staður þar sem sagt er að það kemur engin betri þaðan út. Ég held að við séum að búa til hérna ferli þar sem við getum gripið einstaklinga og þeir koma betri út.“ Þá telur Tolli mikilvægar breytingar vera að eiga sér stað í málaflokknum. „Ég held að í þessum málaflokki sem öðrum umönnunarmálaflokknum það er alls staðar verið að stíga fram úr því að breyta valdmiðuðum hérna aðferðum gagnvart skjólstæðingum yfir í umönnun, yfir í það að grípa fólk. Þetta á við um aldraða, þetta á við um geðheilbrigðismál og nú um fanga. Þannig að þetta er hluti af bara stórri samfélagsbreytingu.“
Fangelsismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira