Vilt þú búa í landi tækifæranna? Helga Thorberg skrifar 15. september 2021 20:01 Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem örfáum einstaklingum er veittur einkaréttur á að veiða fiskinn okkar - samt er fiskurinn í eign þjóðarinnar? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem gróðinn rennur í brjóstvasa útgerðarinnar, sem rær þar sem henni sýnist - án allrar skyldu við samfélagið sem skóp verðmætin? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem þrælsóttinn ræður ríkjum og fólk á á hættu að missa eina atvinnutækifærið á staðnum ef það rífur kjaft - ella að flytja úr byggðalaginu? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem verið er að svelta bændur með lágu afurðaverði - svo til verða fátækrahverfi í afskekktum sveitum landsins? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem auðhringamyndun sogar allt vald og fjármagn til sín - svo eftir situr valdalaus almenningur og vonar að atvinnutækifærin rói ekki burt? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fólk á landsbyggðinni þarf að bíða í 4-6 vikur eftir að hitta heimilislækninn? Er þetta það líf í landi tækifæranna sem þú vilt fyrir þig og þína afkomendur? Ef þú vilt ekki þetta líf sem þorra almennings stendur til boða í Sjálfstæðislandi tækifæranna - þá getur þú skipt um lögheimili með atkvæði þínu þann 25. september. Þú getur valið - kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins þar blasa við tækifæri fyrir almenning - almenningur þarf ekki og á ekki að láta þetta tækifæri sem rennur upp á kjördag, framhjá sér fara. Kjósum Sósíalistaflokkinn sem tekur þarfir almennings fram yfir þarfir sérhagsmuna. Flytjum úr Sjálfstæðislandinu 25. september þar er einungis lífvænlegt fyrir fáa. Höfundur skipar 1. sæti Sósíalistaflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem örfáum einstaklingum er veittur einkaréttur á að veiða fiskinn okkar - samt er fiskurinn í eign þjóðarinnar? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem gróðinn rennur í brjóstvasa útgerðarinnar, sem rær þar sem henni sýnist - án allrar skyldu við samfélagið sem skóp verðmætin? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem þrælsóttinn ræður ríkjum og fólk á á hættu að missa eina atvinnutækifærið á staðnum ef það rífur kjaft - ella að flytja úr byggðalaginu? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem verið er að svelta bændur með lágu afurðaverði - svo til verða fátækrahverfi í afskekktum sveitum landsins? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem auðhringamyndun sogar allt vald og fjármagn til sín - svo eftir situr valdalaus almenningur og vonar að atvinnutækifærin rói ekki burt? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fólk á landsbyggðinni þarf að bíða í 4-6 vikur eftir að hitta heimilislækninn? Er þetta það líf í landi tækifæranna sem þú vilt fyrir þig og þína afkomendur? Ef þú vilt ekki þetta líf sem þorra almennings stendur til boða í Sjálfstæðislandi tækifæranna - þá getur þú skipt um lögheimili með atkvæði þínu þann 25. september. Þú getur valið - kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins þar blasa við tækifæri fyrir almenning - almenningur þarf ekki og á ekki að láta þetta tækifæri sem rennur upp á kjördag, framhjá sér fara. Kjósum Sósíalistaflokkinn sem tekur þarfir almennings fram yfir þarfir sérhagsmuna. Flytjum úr Sjálfstæðislandinu 25. september þar er einungis lífvænlegt fyrir fáa. Höfundur skipar 1. sæti Sósíalistaflokks í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar