Opið bréf til lýðveldisbarna Hjörtur Hjartarson skrifar 16. september 2021 11:01 Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021. Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér enn við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.” Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands, lýsti málinu svona: „Í aðdraganda lýðveldisstofnunar vildu ráðamenn á Alþingi réttilega stefna að einingu þjóðarinnar. Þeir vissu að samstaðan næðist ekki ef stjórnmálaflokkarnir tækjust á um nýja stjórnarskrá. Því var ákveðið að lögfesta lítt breytta stjórnarskrá til bráðabirgða en endurskoða hana svo við fyrsta tækifæri. Lýðveldið sem Íslendingar stofnuðu skyldi vara um aldur og ævi en stjórnarskráin ekki, enda mátti ennþá sjá að hún hafði að miklum hluta verið samin í danska kansellíinu eins og Jón forseti komst að orði á sínum tíma. Því má segja – með stjórnarskrána í huga – að 17. júní 1944 hafi Íslendingar tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum, í gömlu dönsku tjaldi.” Loforðið um nýja stjórnarskrá var gefið ykkur, lýðveldiskynslóðinni, en vanefndirnar varða líka afkomendur ykkar. Einnig þeir búa enn við úrelta stjórnarskrá. Hins vegar gerðist það óvænt að sameiginlega tókuð þið málin í eigin hendur. Þið og afkomendur ykkar unnuð afrek sem vakið hefur heimsathygli: Í kjölfar Hrunsins 2008 létu stjórnmálaflokkarnir undan háværri kröfu almennings um nýja stjórnarskrá. Efnt var til þjóðfundar árið 2010 og skipað stjórnlagaráð fulltrúa sem kjósendur höfðu valið í almennum kosningum. Stjórnlagaráði var falið að skila Alþingi frumvarpi með tillögum að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins. Frumvarpið að nýju stjórnarskránni var afhent Alþingi á tilsettum tíma í júlí 2011. Þann 20. október 2012 var frumvarpið síðan borið efnislega undir landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu að það skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Ætla mátti að málið væri þar með í höfn. Þjóðin hafði sjálf efnt loforðið frá 1944, samið sér og samþykkt sína eigin stjórnarskrá. Ekki var annað eftir en að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána, lýðræðislegan vilja landsmanna. Nú, bráðum níu árum síðar, hefur Alþingi hins vegar ekki enn virt úrslit atkvæðagreiðslunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það hefur gerst að Alþingi – þingmenn - virði ekki úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands (1980-1996), lýsir þessu svo: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja. Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá … .” Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Við heitum á ykkur sem lesið þetta bréf að krefja frambjóðendur svara um afstöðu þeirra til nýju stjórnarskrárinnar. Hvernig geta þeir réttlætt að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga? Ætla stjórnmálaflokkarnir enn að standa í vegi fyrir því að loforðið frá 1944 verði efnt eða ætla þeir að standa með almenningi og lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu? Engum stendur nær en ykkur, lýðveldisbörnum, að krefjast svara. Þegar íslenska lýðveldið sleit barnsskónum hefði það aldrei gerst að Alþingi virti ekki niðurstöðu kosninga. Okkur hefur því borið af leið og við þurfum að rétta kúrsinn. Krefjumst þess saman að vera fullvalda þjóð og látum fallegustu drauma okkar um Ísland rætast. Sjáum til þess að loforðið frá 1944 verði efnt. VIÐ EIGUM NÝJA STJÓRNARSKRÁ! Kjósum aðeins framboð sem virða grundvallarreglur lýðræðisins og vinna af heilindum að því að nýja stjórnarskráin verði lögfest. Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Hjörtur Hjartarson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021. Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér enn við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.” Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands, lýsti málinu svona: „Í aðdraganda lýðveldisstofnunar vildu ráðamenn á Alþingi réttilega stefna að einingu þjóðarinnar. Þeir vissu að samstaðan næðist ekki ef stjórnmálaflokkarnir tækjust á um nýja stjórnarskrá. Því var ákveðið að lögfesta lítt breytta stjórnarskrá til bráðabirgða en endurskoða hana svo við fyrsta tækifæri. Lýðveldið sem Íslendingar stofnuðu skyldi vara um aldur og ævi en stjórnarskráin ekki, enda mátti ennþá sjá að hún hafði að miklum hluta verið samin í danska kansellíinu eins og Jón forseti komst að orði á sínum tíma. Því má segja – með stjórnarskrána í huga – að 17. júní 1944 hafi Íslendingar tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum, í gömlu dönsku tjaldi.” Loforðið um nýja stjórnarskrá var gefið ykkur, lýðveldiskynslóðinni, en vanefndirnar varða líka afkomendur ykkar. Einnig þeir búa enn við úrelta stjórnarskrá. Hins vegar gerðist það óvænt að sameiginlega tókuð þið málin í eigin hendur. Þið og afkomendur ykkar unnuð afrek sem vakið hefur heimsathygli: Í kjölfar Hrunsins 2008 létu stjórnmálaflokkarnir undan háværri kröfu almennings um nýja stjórnarskrá. Efnt var til þjóðfundar árið 2010 og skipað stjórnlagaráð fulltrúa sem kjósendur höfðu valið í almennum kosningum. Stjórnlagaráði var falið að skila Alþingi frumvarpi með tillögum að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins. Frumvarpið að nýju stjórnarskránni var afhent Alþingi á tilsettum tíma í júlí 2011. Þann 20. október 2012 var frumvarpið síðan borið efnislega undir landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu að það skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Ætla mátti að málið væri þar með í höfn. Þjóðin hafði sjálf efnt loforðið frá 1944, samið sér og samþykkt sína eigin stjórnarskrá. Ekki var annað eftir en að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána, lýðræðislegan vilja landsmanna. Nú, bráðum níu árum síðar, hefur Alþingi hins vegar ekki enn virt úrslit atkvæðagreiðslunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það hefur gerst að Alþingi – þingmenn - virði ekki úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands (1980-1996), lýsir þessu svo: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja. Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá … .” Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Við heitum á ykkur sem lesið þetta bréf að krefja frambjóðendur svara um afstöðu þeirra til nýju stjórnarskrárinnar. Hvernig geta þeir réttlætt að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga? Ætla stjórnmálaflokkarnir enn að standa í vegi fyrir því að loforðið frá 1944 verði efnt eða ætla þeir að standa með almenningi og lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu? Engum stendur nær en ykkur, lýðveldisbörnum, að krefjast svara. Þegar íslenska lýðveldið sleit barnsskónum hefði það aldrei gerst að Alþingi virti ekki niðurstöðu kosninga. Okkur hefur því borið af leið og við þurfum að rétta kúrsinn. Krefjumst þess saman að vera fullvalda þjóð og látum fallegustu drauma okkar um Ísland rætast. Sjáum til þess að loforðið frá 1944 verði efnt. VIÐ EIGUM NÝJA STJÓRNARSKRÁ! Kjósum aðeins framboð sem virða grundvallarreglur lýðræðisins og vinna af heilindum að því að nýja stjórnarskráin verði lögfest. Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Hjörtur Hjartarson.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar