Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. september 2021 11:01 Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Félagsmál Hagsmunir stúdenta Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Sjá meira
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun