Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 18. september 2021 20:00 Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Efnahagsmál Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar