Sara Björk um markið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu: „Hugsaði að þetta væri allt frekar óraunverulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 22:31 Sara Björk fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmlega ári síðan. Alex Caparros/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á markið sem hún skoraði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmlega ári töluvert oftar en einu sinni. Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn