Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. september 2021 08:30 Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun