Hvar er heimilislæknirinn minn? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 20. september 2021 09:30 Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun