Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Guðmundur Ragnarsson skrifar 20. september 2021 15:01 Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Eldri borgarar Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar