Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 13:21 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota. Á síðasta ári var maðurinn sakfelldur í héraðsdómi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás vegna fyrrgreindrar líkamsárásar. Var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað sama manni líkamsmeiðingum, er hann hélt á hamri. Að auki var hann sakfelldur í héraðsdómi fyrir hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna, og fyrir vörslu á 0,65 grömmum af amfetamíni. Við meðferð málsins í héraði játaði maðurinn sakargiftir að undanskildu því að hann neitaði að hafa stungið brotaþolann í vinstri sköflung með skrúfjárni, og var dómi héraðsdóms í málinu áfrýjað til Landsréttar. Þar krafðist maðurinn þess að hann yrði sýknaður af því að hafa stungið manninn með skrúfjárni. Í dómi Landsréttar segir að samkvæmt mati réttarmeinafræðings gætu útlínur áverkans á brotaþola það til kynna að hann væri af völdum höggs með frekar mjóu og beittu eða hálfbeittu áhaldi, sem notað hafi verið af mikilli ákefð, mögulega skrúfjárni. Með vísan til gagna málsins taldi Landsréttur það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurnn hefði stungið brotaþola með skrúfjárni. Var dómur héraðsdóms því staðfestur og maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, að frádregnum þeim dögum sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Á síðasta ári var maðurinn sakfelldur í héraðsdómi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás vegna fyrrgreindrar líkamsárásar. Var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað sama manni líkamsmeiðingum, er hann hélt á hamri. Að auki var hann sakfelldur í héraðsdómi fyrir hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna, og fyrir vörslu á 0,65 grömmum af amfetamíni. Við meðferð málsins í héraði játaði maðurinn sakargiftir að undanskildu því að hann neitaði að hafa stungið brotaþolann í vinstri sköflung með skrúfjárni, og var dómi héraðsdóms í málinu áfrýjað til Landsréttar. Þar krafðist maðurinn þess að hann yrði sýknaður af því að hafa stungið manninn með skrúfjárni. Í dómi Landsréttar segir að samkvæmt mati réttarmeinafræðings gætu útlínur áverkans á brotaþola það til kynna að hann væri af völdum höggs með frekar mjóu og beittu eða hálfbeittu áhaldi, sem notað hafi verið af mikilli ákefð, mögulega skrúfjárni. Með vísan til gagna málsins taldi Landsréttur það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurnn hefði stungið brotaþola með skrúfjárni. Var dómur héraðsdóms því staðfestur og maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, að frádregnum þeim dögum sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira