Fyrstu kynni mín af stjórnmálaflokkum Stefán Atli Rúnarsson skrifar 21. september 2021 17:00 Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar