Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson og Kolbeinn H. Stefánsson skrifa 8. janúar 2026 12:30 Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun