Fær 4,3 milljarða í laun fyrir tímabilið en neitar að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 15:31 Joel Embiid og Ben Simmons eru stærstu stjörnur Philadelphia 76ers liðsins. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að stórstjarnan Ben Simmons sé búinn að ákveða það að spila ekki fleiri leiki með liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira