Þegar málþófið svæfði lýðræðið Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2021 09:30 Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun