Halli kjörinn á þing Konráð S. Guðjónsson skrifar 22. september 2021 10:30 Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun