Halli kjörinn á þing Konráð S. Guðjónsson skrifar 22. september 2021 10:30 Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun