Sigur í sjónmáli Elín Íris Fanndal skrifar 22. september 2021 14:15 Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun