Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. september 2021 15:46 Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar