Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2021 20:01 Þau Ragnhildur Hjaltadóttir og Alfreð Garðarsson giftu sig í Miðgarðakirkju og skírðu og fermdu börnin sína þar. Vísir/Sigurjón Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira