Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2021 18:35 Joe Biden og Emmanuel Macron. EPA/PHIL NOBLE Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira