Ert þú með lægri laun en þingmaður? Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:02 Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skattar og tollar Efnahagsmál Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun