Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 15:49 Maðurinn lét öllum illum látum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að farsóttarhúsinu þann 16. september og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum sem staðfest var af Landsrétti í gær. Í úrskurði Landsréttar segir einnig að maðurinn hafi verið greindur með Covid-19 þann 9. september og hafi því rofið einangrun. Veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot Í úrskurðinum segir að starfsfólk farsóttarhúss Foss hótels hafi tilkynnt hann til lögreglu þann 16. september að maðurinn væri órólegur og hefði brotið einangrun deginum áður. Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði sýnt starfsfólki og öðrum gestum sóttvarnarhúss mikinn skapofsa, meðal annars hrækt í andlit starfsmanns, og væri almennt óútreiknanlegur í hegðun Lögregla er með sautján mál til rannsóknar sem tengjast manninum, þar á meðal þjófnað, húsbrot, líkamsárás, rán, skjalafals og fjársvik, heimilisofbeldi og sölu, dreifingu og vörslu á ávanabindandi fíkniefnum. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að maðurinn hafi sýnt af sér grófa og ofbeldisfulla hegðun og að hann veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot. Héraðsdómur og Landsréttur tóku undir rök lögreglu í málinu og þarf maðurinn að sitja í gæsluvarðhaldi til 15. október næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að farsóttarhúsinu þann 16. september og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum sem staðfest var af Landsrétti í gær. Í úrskurði Landsréttar segir einnig að maðurinn hafi verið greindur með Covid-19 þann 9. september og hafi því rofið einangrun. Veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot Í úrskurðinum segir að starfsfólk farsóttarhúss Foss hótels hafi tilkynnt hann til lögreglu þann 16. september að maðurinn væri órólegur og hefði brotið einangrun deginum áður. Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði sýnt starfsfólki og öðrum gestum sóttvarnarhúss mikinn skapofsa, meðal annars hrækt í andlit starfsmanns, og væri almennt óútreiknanlegur í hegðun Lögregla er með sautján mál til rannsóknar sem tengjast manninum, þar á meðal þjófnað, húsbrot, líkamsárás, rán, skjalafals og fjársvik, heimilisofbeldi og sölu, dreifingu og vörslu á ávanabindandi fíkniefnum. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að maðurinn hafi sýnt af sér grófa og ofbeldisfulla hegðun og að hann veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot. Héraðsdómur og Landsréttur tóku undir rök lögreglu í málinu og þarf maðurinn að sitja í gæsluvarðhaldi til 15. október næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira