Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:30 Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu. Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira