Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Kristin Thoroddsen skrifar 24. september 2021 12:15 Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar